Kolefnissporið góða
9.9.2020 | 15:15
Í Mogga dagsins er ráðherra að setja repjuolíu á díselvél til að minnka kolefnissporið, tilskipun ESB 2018/410. Framleiðsla repjuolíu þarf mikla orku, þar á meðal díselolíu, en gefur lélegra eldsneyti. Útblásturinn breytist því lítið, áhrif ráðherrans á kolefnissporið eru því hverfandi.(Lélegt jurtaeldsneyti) (með kolefnisspori er átt við þann koltvísýring, sem er 27% kolefni, sem sleppt er út í loftið, hann er eina grunnnæring repju og annars gróðurs og lítið (0,04%) af honum í lofthjúpi jarðar). Annar ráðherra hælist um yfir að Ísland nái markmiðum (ESB) um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Rafbílavæðingin er þegar orðin baggi á skattgreiðendum (sem eiga líka að borga fyrir Covid), veldur vegasliti og mikilli mengun á heimsvísu.
"Kolefnishlutleysi" er draumsýn umhverfisöfga, of óraunsæ til að geta orðið að veruleika og bætir ekki loftslagið. Það lítur út fyrir að ráðherrarnir þurfi að fara aftur í grunnskóla til að lesa náttúrufræði fyrir byrjendur. Og hætti að lesa ESB-tilskipanir
https://www.frjalstland.is/2020/04/27/michael-moore-afhjupar-graenu-orkuna/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.