BBC hlutlaust
7.9.2020 | 14:53
Þær gleðifregnir berast frá Englandi að nýr útvarpsstjóri BBC ætli að gæta hlutleysis (Mbl 7.9.2020). Þeir sem hafa fylgst með umfjöllun BBC um BREXIT, ESB, Trump, loftslagsmál, Pútín, Rússa eða Icesave vita að mikið hefur vantað þar á. BBC hefur útvarpað gagnrýnislaust lituðum og jafnvel röngum upplýsingum og ruslvísindum og ýtt undir óraunhæf stefnumál og sleppt að gera öfgastefnum skil. BBC hefur oft horft framhjá hinni síversnandi siðmenningarupplausn og öryggisleysi í Bretlandi og almennt á Vesturlöndum sem fylgt hefur vaxandi stjórnmálaskrumi, öfgahreyfingum, framandi trúarbrögðum og mönnum frá framandi menningarsvæðum.
BBC hefur mikil áhrif á skoðanamyndun. Eins og hjá mörgum öðrum stórfjölmiðlum virðast margir frétta- og dagskrármenn þeirra aldir upp í vernduðu umhverfi háskóla og stofnana með takmörkuð raunveruleikatengsl og litla vísindaþekkingu. En þeim mun meir af óraunsæjum hugsjónum og rétthugsunarkreddum. BBC er í eigu almennings og gæti því tekist að verða hlutlaust. Verra er með suma einkarekna fjölmiðla á Vesturlöndum sem auðmenn eða áróðursmenn ná að nota til æsinga, óhróðurs, spillingar eða skemmdarverka.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.