Dansað eftir pípu ESB
26.8.2020 | 16:34
Uppþotin í Hvítarússlandi (fjármögnuð utan Hvítarússlands samkvæmt rússneskum blöðum), beint og óbeint studd af ESB, munu verða notuð til að reyna að ná Hvítarússlandi undir sams konar braskvæðingu, rányrkju og rupl og öðrum jaðarlöndum ESB. Dæmi er nágrannaland Hvítarússlands, Litháen, lítil þjóð sem missti unga fólkið úr landi, nærri milljón manns, þegar hin lamaða hönd ESB lagðist yfir landið.
Nú ætlar ESB með skinhelgi og hótunum eins og vant er að setja einhvers konar bann á Hvítarússland og fá með sér alla sína leppa. Þar á meðal EES-Ísland. Við álpuðumst með í undirbúninginn að valdaráni auðrónanna í Úkraínu og fengum eina helstu viðskiptaþjóð Íslands, Rússa, á móti okkur fyrir vikið. Kannske ætla okkar máttlitlu stjórnvöld að bæta um betur og hjálpa ESB að koma ruplinu af stað í Hvítarússlandi.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/08/17/funda_vegna_krisunnar_i_hvita_russlandi/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 27.8.2020 kl. 00:20 | Facebook
Athugasemdir
Eins og Ísland er Litháen nú lýðræðisríki, eins og öll ríki Evrópusambandsins, enda er lýðræði eitt af skilyrðunum fyrir aðild ríkja að sambandinu en sumir hatast við lýðræðið.
Litháen hefur sjálft kosið að vera í Evrópusambandinu og margir Litháar starfa erlendis, til að mynda hér á Íslandi, enda geta íbúar á Evrópska efnahagssvæðinu búið og starfað á öllu svæðinu.
Og fleiri íslenskir ríkisborgarar búa erlendis en erlendir ríkisborgarar hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 26.8.2020 kl. 17:00
Pútín 10.12.2004:
"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.
Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.
If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.
Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."
"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.
But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.
On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.
But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."
Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero
Þorsteinn Briem, 26.8.2020 kl. 17:05
Rússland, Hvíta-Rússland og Úkraína gætu að sjálfsögðu fengið aðild að Evrópusambandinu, enda þótt það verði nú ekki strax í fyrramálið.
Rússland hefur engan hag af því að Úkraína fái ekki aðild að Evrópusambandinu.
Sovétríkin, sem í raun voru eitt ríki, hafa ekki verið til í þrjá áratugi.
Rússland hefur hins vegar átt mikil viðskipti við Úkraínu og græðir á því að landið sé efnahagslega sterkt ríki, sem hefur efni á að greiða markaðsverð fyrir rússneskar vörur, til að mynda gas.
Hagsmunir Evrópusambandsins og Rússlands eru að viðskipti þeirra verði áfram mikil, þrátt fyrir núverandi viðskiptaþvinganir vegna Krímskaga, og að sjálfsögðu hvarflar ekki að Rússlandi að ráðast á NATO-ríki.
Rússar eiga mest viðskipti við Evrópusambandið og fjórðu mestu viðskipti þess eru við Rússland.
Undirritaður hefur búið til að mynda í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Eistlandi og Ungverjalandi, ólíkt Ómari Ragnarssyni sem allt þykist vita um þessi ríki.
19.8.2020 (síðastliðinn miðvikudag):
Only 2 Percent of Belarusians Living in Hungary Voted for Lukashenko
Þorsteinn Briem, 26.8.2020 kl. 17:07
27.3.2014:
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir skiljanlegt að Úkraína vilji fá aðild að Evrópusambandinu og styður það
18.8.2012:
"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."
"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.
During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."
Ukraine-European Union relations
Þorsteinn Briem, 26.8.2020 kl. 17:08
Evrópusambandsríkin og Bretland eru langstærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir.
Að sjálfsögðu gæti Bretland fengið aðild aftur að Evrópusambandinu og þar að auki gæti Skotland orðið sjálfstætt ríki en Norður-Írland sameinast Írlandi og meirihluti íbúa í Skotlandi og á Norður-Írlandi vill aðild að Evrópusambandinu.
Um 80% Íra eru ánægð með evruna og á evrusvæðinu búa 342 milljónir manna, fleiri en í Bandaríkjunum.
Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.
Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.
Bretland hefur hins vegar hvorki verið með evru né á Schengen-svæðinu og Írland er ekki heldur á Schengen-svæðinu, ólíkt Íslandi og Noregi, sem með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu eru de facto í Evrópusambandinu en hafa þar ekki atkvæðisrétt.
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn.
Þorsteinn Briem, 26.8.2020 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.