Loftslagsórar ESB, ætlar þú að borga?
22.6.2020 | 14:28
Stjórnvöld Íslands flæktu landið í loftslagsdraumóra ESB/EES án þess að alþjóðlegar skuldbindingar krefðust þess en Ísland er eins og kunnugt er heimsmethafi í reyklausri orku og getur séð um sín loftslagsmál sjálft. Alþingi á nú að samþykkja lög fyrir Ísland um loftslagsmál úr tilskipana- og regludræsum frá ESB (2018/410 og 841 og 842 m.a., ætlað fyrir þéttbýl iðnaðarlönd) https://www.althingi.is/altext/150/s/1229.html
Lagafrumvarpið er veruleikafirrt langloka byggð á ruslvísindum frá IPCC og ESB. Löggjafa Íslands, Alþingi, er ætlað að samþykkja barnalegar kvaðir sem kosta þjóðarbúið hundruðir milljarða án þess að áreiðanleg greining á kostnaði íslensks samfélags sé lögð fram.
https://www.frjalstland.is/2019/12/09/island-flaekt-i-loftslagsblekkingar-esb/#more-1698
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt 23.6.2020 kl. 00:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.