Bitvargurinn þarf fleiri mýravilpur
20.6.2020 | 11:29
Hamfarahlýnun ESB er greinileg. Sjórinn er að kólna, þorskstofninn að minnka, loðnan horfin, hafísinn nálgast, stórhríðar og kal í túnum. Klakinu hjá mýflugunum seinkar en það stendur til bóta því ESB fyrirskipar umhverfisráðherra að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði með því að moka ofan í skurði og fjölga mýravilpum. Bitvargurinn fær þá fleiri klakstaði og betri aðstöðu í sveitinni. https://www.frjalstland.is/2020/06/19/endurheimt-votlendis-illa-rokstudd/
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Athugasemdir
Ég sé því svo sem ekkert til foráttu að greitt sé fyrir endurheimt votlendis. Ef markmiðið með því er að minnka gróðurhúsalofttegundir í andrúmslofti verða þær greiðslur auðvitað að vera árangurstengdar. Að mælt sé hver slepping hinna ýmsu efna er úr jörðinni og geta gróðurþekju til að umbreyta CO2 yfir í O, á viðkomandi stað, áður en endurheimt er framkvæmd. Síðan verði mælt á sama stað einhverjum árum eftir endurheimt og greitt samkvæmt árangri.
Það er vitað að gróðurþekja þurrkaðs lands er mun betri en gróðurþekja votlendis og því ljóst að taka verður með í reikninginn þann þátt.
Gunnar Heiðarsson, 21.6.2020 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.