Hagsmunagæsla í Brussel

windmillsunnamed.pngRíkisstjórnin getur ekki stjórnað landinu en hyggst í staðinn auka hagsmunagæslu landsins í Brussel af því að tilskipanir um orkukerfið (4. pakkinn) eru á leiðinni þaðan (Mbl 4.6.2020). Settur hefur verið á fót starfshópur sem mun eyða skattfé landsmanna í að sitja fundi með ESB-skriffinnum án árangurs eins og venjulega. 4. orkupakkinn byggir á fjöldaforheimskun um loftslag og fyrirskipar aðildarlöndum ESB/EES að 32% af orku þeirra verði "endurnýjanleg" 2030. Það þýðir að stærðar landssvæði þarf að leggja undir umhverfisspillandi og óhagkvæmar vindmyllur og sólhlöður.

https://stopthesethings.com/2016/10/08/when-its-all-over-millions-of-rusting-wind-turbines-to-stand-as-signs-of-mass-stupidity/

Við ættum ekki að hafa áhyggjur, 70% of okkar orku er "endurnýjanleg". En ESB ætlar að fá hana senda með sæstreng, þá þarf að loka iðjuverum og hækka orkuverð hér. Svo þarf að byggja fugladrepandi og ljóta vindmylluskóga hér svo draumar ESB geti ræst. Á stefnuskrá ESB er "loftslagshlutleysi", stundum kallað kolefnishlutleysi, 2050, glórulaus skýjaborg ESB forsprakka sem verða gleymdir þegar hún hrynur.

Ísland er að dragast með í orkukreppu ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband