Það er ESB sem gerir viðskiptasamning Íslands við Breta
16.5.2020 | 23:58
Viðskiptaráðherra okkar ætlar að gera "yfirgripsmikinn fríverslunarsamning" við Breta (Mbl 16.5.2020). Gott og vel, viðleitnin er góð og árangurinn verður einhver. En Ísland verður áfram innan viðskiptamúra ESB/EES sem þýðir að viðskipti Íslands við Breta munu áfram lúta viðskiptahindrunum ESB. Í samningaviðræðum Breta við ESB sem eru í gangi krefst ESB þess að aðstaða ESB-fyrirtækja verði jöfn aðstöðu breska fyrirtækja ("level playing field" á barnaskólaensku ESB). Það þýðir að ESB vill að bresk fyrirtæki undirverpi sig regluverki ESB sem er útilokað að Bretar samþykki.
Það verður ekki núverandi utanríkisráðherra okkar sem gerir yfirgripsmikinn viðskiptasamning við Breta fyrir okkar hönd, það verður ESB. Við bara hlýðum og höldum áfram að kaupa dýrt dót með CE merki og öðrum gagnslausum stimplum meðan EES er enn í gildi en Bretar komnir í frjáls viðskipti við allan heiminn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 17.5.2020 kl. 00:14 | Facebook
Athugasemdir
Utanríkisráðherra "okkar" frjálsborinn þegn eins og aðrir Íslendingar þess tíma,lætur sér fátt um finnast þótt geri viðskiptasamning við Breta fyrir þjóðina og fer létt með að telja sig merkan við að hneppa hana í ánauð.
Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2020 kl. 04:50
Hér er einhver gundvallar misskilningur á ferðinni. Ísland er ekki í ESB heldur EES og EES samningurinn skerðir á engan hátt frelsi Íslands til að gera viðskiptasamninga við lönd utan ESB eins og hefur t.d. verið gert við Kína og verður núna hægt að gera við Bretland eftir útgöngu þess úr ESB.
Það þjónar engum málstað að byggja umfjöllun um hann á ranghugmyndum, hver svo sem sá málstaður kann að vera.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.5.2020 kl. 13:46
ESB sleppir ekki neinu sem það hefur krækt í og gerir þeim gagn:Það hefur sett fjöldan allan af verslunarhöftum sem Ísland verður a beygja sig undir.Það gerir hærra verðlag og viðskipti við lönd utan ESB, verða dýrari og erfiðariog við kaupum drasl með CE eins og stendur hér fyrir ofan með gagnslausum stimplum meðan EES er enní gildi.
Helga Kristjánsdóttir, 18.5.2020 kl. 17:45
Veistu hvað merkingin þýðir? (Margir halda nefninlega að hún þýði allt annað en hún raunverulega gerir.)
Guðmundur Ásgeirsson, 18.5.2020 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.