Ömmur heimsins hirta Ungverja
12.5.2020 | 11:24
Hinar góðu ömmur heimsins, Norðurlönd, telja sig þess umkomin að hirta Ungverja fyrir að auka völd forsætisráðherrans. Norðurlönd hafa, allt frá dögum Olof Palme til pabba Gretu Thunberg, talið sig þurfa að vanda um fyrir þeim sem ekki eru rétthugsandi.
Norðurlöndin skrifuðu bréf til að sýna þrælshollustu við ESB og sendla þeirra sem hafa horn í síðu Ungverja af því að þeir eru ekki nógu hlýðnir og rétthugsandi. Mun verðugra verkefni fyrir Góðu ömmurnar hefði verið að reyna að ala ESB upp svo það hætti að auka stöðugt völd sín. En til þess þurfa stjórnmálamenn Norðurlanda að safna bæði kjark og stjórnmálaviti.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/05/11/sakar_radherra_um_ad_dreifa_falsfrettum/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 13.5.2020 kl. 16:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.