Orkulindirnar kannski áfram íslenskar?
10.4.2020 | 13:16
Samtökin Frjálst land spurðu forsætisráðherra hvort meiningin væri að veita fyrirtækjum í ESB sama rétt og íslensk almannafyrirtæki ríkis og sveitarfélaga hafa ætíð haft til að nýta orkuauðlindir landsins. Eftirlitsstofnunin með EES (ESA) var búin að senda hótanir í mörg ár um að stjórnvöld hér brytu EES-samninginn og leyfðu ESB fyrirtækjum ekki að komast að. Í svari forsætisráðuneytisins segir að frumvarpi um nýtingarleyfi verði frestað.
Það þýðir að enn er möguleiki að við munum áfram geta nýtt auðlindirnar sjálf. EES-þjónustutilskipunin var samþykkt með fyrirvara (mest vegna heilbrigðiskerfisins sem við vitum nú að ESB/EES má ekki koma nálægt) sem nú er hægt að láta reyna á. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/04/09/frumvarpi_um_nytingu_orkuaudlinda_frestad/
Kannski getum við loksins eftir 25 ára blinda þrælshlýðni við EES haft einhver áhrif á hvernig ESB stjórnar Íslandi. Og varið okkar þjóðareign. Það gerðu Norðmenn og hafa ekki ennþá fengið á sig dóm EFTA-dómstólsins (sem dæmir Ísland, Noreg og Liechtenstein að EES-valdsboðum).
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Raunalegt að horfa og hlusta á þessa flúnu Fálka tilbúna í að sýnast stærri hangandi utan í útlendingum sem mæna á fágætu gullin okkar og eru tilbúnir að gefa þau sem við eigum öll með réttu. Skap okkar okkar þolir ekki meir.
Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2020 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.