Hamfarahlýnunin hlaupin í sjóinn?
19.2.2020 | 14:06
"Hamfarahlýnun" Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna er líklega hlaupin í sjóinn við Ísland, hann hefur verið að kólna síðasta eina og hálfa áratuginn og stefnir í að verða eins og 1968 þegar hafísinn kom og síldin komst ekki yfir álinn frá Noregi fyrir kulda.
Ath.: Staðhæfingar Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðastofnana og umhverfisráðherra geta verið öfugmæli eða falsanir þó að síðasta falsfréttin, um hitamet á Suðurskautslandinu, hafi líklega verið búin til á fréttastofu og dreift áfram af falsfréttafjölmiðlum.
Hitinn í sjónum og loftinu fylgjast að. Hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var árið 1939. Hæsti meðalárshiti á Stórhöfða frá upphafi mælinga, 6,26°C, var árið 1941. Þá var líka heitt í sjónum en hvorki Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar né Umhverfisráðuneytið höfðu verið stofnuð og enginn til að vara við hamfarahlýnuninni.
Athugasemdir
Hvað ef allt svæði innan gufuhvolfinu er skoðað?
Alfreð Dan Þórarinsson, 19.2.2020 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.