Slátrun mjólkurkúnna

isal1189264.jpgHelstu gjaldeyrisaflendur þjóðarbúsinds eru að missa starfsgrundvöllinn. Álverið í Straumsvík er að gefast upp. EES-tilskipanirnar um orkukerfið og ónýt stjórn orkumála hafa leitt til að orkufyrirtækin okra á atvinnufyrirtækjum landsins án þess að forsendur kalli á okurhátt raforkuverð.

Stjórnvöld hafa ekki hreyft fingur til að styrkja framleiðsluna í landinu þó þau eigi að stjórna orkufyritækjunum. Í staðinn eyða þau fé landsmanna í tískustjórnmál meðan þjóðarfyrirtæki eins og  Landsvirkjun / Landsnet sjúga merginn úr gjaldeyrisaflandi fyrirtækjum þjóðarbúsins:

-" við erum með mjög óhagstætt raforkuverð - það er ekki hægt að halda þessum taprekstri endalaust áfram-" (Rannveig Rist, Mbl 12.2.2020)

Niðurrifið er hafið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á meðan stjórnvöld hafa helgað alheimssamtökum,um niðurrif þjóðríkja, allar mikilvægustu stjórnvaldsaðgerðar sínar,dæsum við og skömmumst hér(Mbl)og þar án þess að það hreyfi við þeim. Það er kannski kominn tími til að tala við þau með tveim hrútshornum,en þorir nýji útvarpsstjórinn að efna til umræðu í RÚV þar sem andstæðingar stjórnarinnar fengju að tala út,en væru ekki stoppaðir af spyrlum þegar þeir nálgast viðkvæmt umræðuefni; Best væri að beita skákklukku og allir fengju í upphafi sama tíma.  

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2020 kl. 00:17

2 Smámynd: Frjálst land

Helga.

Góð tillaga um aðgengi að RÚV. Sérstaklega hvað varðar ESB/EES mál.

Frjálst land, 13.2.2020 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband