Niðurrif atvinnulífsins
25.1.2020 | 14:33
ISAL ætlar að draga saman seglin og kaupa minna af orku, í framhaldinu væntanlega minna af þjónustu og störfum; tekjur landsins dragast saman. Nýlega reyndu eigendur álversins að selja það. Þessi þróun mála hefur verið í deiglunni lengi. Markaðir iðnvara eins og áls sveiflast, það eiga stjórnvöld okkar sem stjórna þjóðarorkuframleiðandanum Landsvirkjun/Landsneti að vita. Þau verða auðvitað að standa með fyrirtækjunum í landinu þegar gefur á bátinn svo þau ekki gefist upp. Stjórnvöldum okkar er í lófa lagið að láta fyrirtæki þjóðarinnar, Landsvirkjun, sem mokgræðir á að selja orku á of háu verði, stilla verðlagningu í hóf þegar orkukaupendur eiga erfitt. Það hefur ekki verið gert við ISAL sem borgar of hátt orkuverð (Mbl 25.1.2020).
Það er orðin lífsnauðsyn að leiðrétta stefnuna í orkumálum svo framleiðsla geti þrifist í landinu. Rekstur orkufyrirtækjanna, sem nýta sameiginlegu orkuauðlindina, verður að miðast við að hann þjóni þjóðarhagsmunum en sé ekki háður EES-regluruglinu, tískustjórnmálum og draumórum öfgamanna.
Atvinnuuppbyggingin komin í uppnám
Öfgastjórnmálmönnum hefur verið sleppt í ráðherraembætti og stefna þeir nú að því að Ísland (þ.e. eyðimörkin sem Ísland er að mestu) verði þjóðgarður. Landsmenn geta þá lifað á að selja ferðamönnum lunda úr tjöldum við hringveginn umhverfis þjóðgarðinn, framleiðslan verður öll lögð niður og orkan leidd til útlanda.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.