Fyrir hverja vinnur ríkisstjórnin?

fireworks-846063_960_720.jpgÁramótaávörp ráðherranna í Morgunblaðinu benda til að ríkisstjórnin sé að vinna fyrir einhverja aðra en Íslendinga. Tískustjórnmál ESB eru ráðherrum VG og Framsóknar hjartfólgin. Hlýnun loftslags er aðaláhyggjuefnið hjá ráðherrum þjóðar sem missti sjálfstæði og efnahag vegna loftslagskólnunar. Fjármálaráðherran telur ennþá að EES sé mikilvægt vegna "innri markaðar" (hjá ESB, sá markaður skreppur saman með hverjum degi)

Ráðherrarnir tala lítið um stóru vandamálin:

Framandi stjórn landsmála veldur ráðaleysi stjórnvalda okkar. Stöðnun er í uppbyggingu atvinnutækja, innviða og auðlindanýtingar (aðallega vegna EES-regluverks). Og vaxandi vandi framleiðslufyrirtækja og erfiðleikar þeirra ungu að fá atvinnu að sinni menntun. Unga fólkið á líka í erfiðleikum með að kaupa húsnæði, of dýrt fjármagn (og íbúðir!)frá fjármálastofnunum sem vinna eftir regluverki EES, og stjórnlaus innflutningur fólks sem spennir upp fasteignaverð og samfélagskostnað og er farinn að valda myndun útlendingahverfa. Uppgjöf og landflótti ungra Íslendinga er afleiðingin.

Ríkisstjórnin lét á árinu sem leið setja ESB-lög og reglur gegn hagsmunum landsmanna og leyfði ESB að hrifsa nýtingu orkuauðlindar landsins til sinna fyrirtækja. En nú eru Bretar að fara úr ESB og er uppsögn EES því orðin óumflýjanleg.

Gleðilegan þrettánda!

Nýtt ár færir okkur nær frelsinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Líti maður á ríkisstjórn sem einhuga um þessa augjósu vanvirðu um hag landsmanna,er auðvelt að fara að beina til hennar spurninga eins og hún sé einn stór valdhafi,en ekki lifandi stjórn sem kosin var til að reka íslenska  ríkið; ..Og þar eru kommúnistar allsráðandi og buga fálkana með bláa blóðið... Svei!

Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2020 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband