Skítugasta land í heimi?
6.12.2019 | 07:56
Raforkufyrirtæki landsins í almannaeigu SELJA 89% af hreinni orku sinni til ESB á hverju ári sem losunarheimildir (á pappírum), en þurfa að taka sama magn af "skítugri orku" í staðinn.
Þannig telst Ísland LOSA LANDA MEST af gróðurhúsalofttegundum pr. íbúa í heiminum. Græðgi íslenskra raforkuframleiðenda veldur þessu. Það hlálega er að Ísland þarf að KOLEFNISJAFNA þetta með gróðursetningu, moka ofan í skurði, leggja á kolefnisgjöld, borga í Loftlagssjóð Sameinuðu Þjóðanna og væntalega kaupa losunarheimildir á markaði í ESB.
Iðnaðarráðherra finnst þetta í lagi, af því að þetta séu góðar tekjur fyrir fyrirtækin og Forsætis- og Umhverfis-ráðherrar Vinstri GRÆNNA finnst þetta "í góðu lagi".
Þessir ráðamenn eru ómarktækir í umræðu um loftlagsmál í ljósi þessa tvískinnungs.
Allt er þetta í boði umhverfis/loftlagsstefnu ESB/EES, þar á að leysa loftlagsmálin með markaðslausnum og skattlagningu!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
Hver borgar hvejum fyrir að gera okkur skítugri en við erum og hvert fara þeir peningar? Eru þessir pæeningar verðmeiri en staðreyndir.
Hverjir svo sem þar eru að verki, þá er þetta hreinræktað fals og þersvegna ætti að kæra þetta augljósa fals, þvætting og ómerkilegheit.
Stjórnendur Íslenskrar stofnunnar sem fara útfyrir verksvið sitt með því að skíta okkur landsmenn og vinnuveitendur þeirra út með lygum, á að reka umsvifa laust.
Hrólfur Þ Hraundal, 6.12.2019 kl. 21:21
Ég bíð eftir áköfum þjóðvarnarsinnum til að styrkja þá sem nú eru á þingi. Taka upp gömlu samstöðuna sem ríkti í "þorskastríðinu" með þeim gömlu sem svellur blóðið til skyldunnar; vitringarnir okkar eiga ráð undir rifi hverju..
Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2019 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.