Huldumenn eignast landið

anonymus-1235169_1920.jpgÞað eru ekki þjóðhollir menn sem gæta eigna landsmanna. Eigur þjóðarinnar fara ein af annarri í súginn, undir útlendinga og huldufjárfesta sem leggja undir sig land með virkjana-, vatns-, jarðhita- og veiðiréttindum. Jafnvel heilu orkufyrirtækin.

Ráðherrar okkar belgja sig út og segja að sett verði lög gegn kaupum útlendinga á landi. Það er haldlaust loforð vegna þess að lög um landakaup munu eiga jafnt við Íslendinga og EES-aðila, því er fyrst hægt að breyta eftir að EES hefur verið sagt upp og ESB-regluverkið afnumið. Þangað til færist landið og auðlindir þess í bitum undir útlendinga og braskara.

(Sjá ennfremur: Er eignarhaldið á Íslandi að tapast í hendur útlendinga? Guðni Ágústsson, Morgunblaðinu 14.11.2019)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef lesið þetta ekki sjaldnar en 5 sinnum í dag,um leið og ég aðgæti hvort einhver stingi upp á vel útfærðu ráði.Væri ekki vit í að eigendur lífeyrissjóðanna ráðstafi þeim í landakaup fremur en að gefa þá eftir NÚ-verandi valdhöfum í hamfarabullið sem er hvort eð er tortímandi ha,

"ertu þá dáin út í bláin"?   

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2019 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband