EES er að eyðileggja gróðurhúsin
7.11.2019 | 15:11
Orkan er að verða of dýr fyrir gróðurhúsin, markaðshlutdeild þeirra á grænmeti hefur rýrnað úr 75 í 50% á áratug, niðurgreidd og misjöfn matvæli frá ESB taka markaðinn. Meginástæðan er að EES-tilskipanirnar (s.s. orkupakkar 1,2,3) hafa leitt til að orkufyrirtækin hafa verið bituð í sundur í óhagkvæmari einingar og fyrirskipað að leggja áherslu á gæluverkefni eins og "samkeppnisrekstur", "kolefnisjöfnun", eða vindmylludrauma. Það hefur stóraukið kostnað, silkihúfum hefur fjölgað og óþarfa eyðsla aukist.
Orkufyrirtækin, sem flest eru í almannaeigu og eiga að heyra udnir yfirstjórn stjórnmálamanna, komast nú fram með að hækka orkuverð úr öllu hófi í nafni "markaðsvæðingar" EES. Það er ekki aðeins raforkan sem hækkar, verðið á heita vatninu er líka að stökkva í hæstu hæðir. Ef tilskipanakviksyndi ESB verður ekki hreinsað upp mun verða áframhaldandi alvarleg lífskjararýrnun hjá stórum hluta almennings af völdum EES-samningsins.
Íhugar að loka gróðurhúsinu í Lambhaga
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 9.11.2019 kl. 13:41 | Facebook
Athugasemdir
Lífskjaraskerðing virðist vera æðsta markmið stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga. Hækkun orkugjalda og vegatollar eru bara rétt byrjunin á því sem koma skal. Undirgefni stjórnvalda gagnvart ESB og SÞ er stjórnvöldum meira virði en hagur hins almenna borgara.
Við þurfum okkar Trump í næstu kosningum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 8.11.2019 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.