Villt þú borga fyrir rafbílana?
1.11.2019 | 12:21
Nú er hægt að fá rafbíl, sem er mjög dýrt að framleiða, fyrir gott verð af því að þú borgar virðisaukaskattinn og vörugjaldið fyrir rafbílskaupandann. Hann fær líka orkuna á slikk meðan þú borgar meir en tvöfalt kostnaðarverð fyrir bensín eða díselolíu.
Þetta er vegna þess að við þurfum, vegna EES, að hlýða ESB og fara í "orkuskipti í samgöngum", barnslegt sefnumál frá ESB. Skriffinnar í Brussel kunna ekki eða vilja ekki reikna raunveruleg umhverfisáhrif, þeir vilja að rafbílar (ekki síst þeir sem framleiddir eru í ESB) séu umhverfisvænni en venjulegir bílar. Eigendur venjulegra bíla og skattgreiðendur borga brúsann
En þér er kannske alveg sama þó þú borgir undir rafbílana þó það geri umhverfi Jarðarinnar ekker gagn?
https://www.frjalstland.is/2019/10/29/rafbilavaedingin-vanhugsud/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Athugasemdir
“Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis.”
Ragnhildur Kolka, 1.11.2019 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.