Stelpurnar óöruggar
27.10.2019 | 13:51
Virðulegar stofnanir hafa komist að því að Ísland er ekki eins öruggt fyrir konur og verið hefur lengi. Stelpurnar eru orðnar hræddari við að vera einar á ferli. Sumir sjálfskipaðir spekingar halda að ástæðan sé "samfélagsumræðan"! En breytingin á íslensku samfélagi sem hefur verið að vaxa fram er að ofbeldisglæpum og ekki síst nauðgunum hefur verið að fjölga. Ein ástæðan er að EES- og meðfylgjandi Schengensamningur hafa komið af stað stjórnlausum fólksinnflutningi þar sem leynast menn með vafasama eða óþekkta sögu, meðal annars frá svæðum þar sem ofbeldi gegn konum er landlægt. Erlendar konur eru góðir ferðamenn á Íslandi, þær fylgjast með ástandinu, það fer ekki framhjá þeim ef misjafnir menn eru á ferli hér.
https://www.frjalstland.is/2019/01/18/stjornlaus-folksfjolgun/#more-1169
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.