Við höldum að við ráðum

businesswoman-paper-sheet-anywhere-buried-bureaucracy-concept-office-95952473_1353851.jpgOkkar stjórnmálamenn halda sumir að þeir geti ráðið öllu: Hvort flytja má inn sýklakjöt, hvort útlendingar megi eiga land, hverjir megi eiga orkuverin, hver á að stjórna orkukerfinu, hvort megi leggja sæstreng. Þegar að er gáð ráða þeir engu um þetta. Löglærðir menn eru í vaxandi mæli farnir að vekja athygli á stöðunni enda eiga þeir að geta skilið og túlkað lögin sem verður æ erfiðara í því reglugerða- og lagakviksyndi frá gömlu stríðsþjóðunum sem Ísland er að sogast niður í. Einnig eru áhrif fjölmiðlanna og alls kyns lýðskrumara á stjórnmálin orðin meiri en Alþingis á mörgum sviðum.

"-Því miður sýnist staðan vera sú að íslensk stjórnmál séu föst á milli tveggja elda; til annarrar hliðar ofurseld reglusetningarvaldi ESB í flestu sem máli skiptir, en stjórnist að hinu leytinu af hræðslu við fjölmiðla og "almannatengla" í málum sem að nafninu til eiga að lúta forræði Alþingis"- (Arnar Þór Jónsson, Morgunblaðinu 21.9.2019)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þetta eru sannarlega alvarleg mál sem þið vekið þarna athygli á með hinum ágæta Arnari Þór Jónssyni. 

Jón Valur Jensson, 22.9.2019 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband