Eftirlitsbáknið veldur stöðnun
18.9.2019 | 13:58
Landsmenn eru búnir að fá nóg af of stóru eftirlitsbákni, það er miklu stærra að hlutfalli en i viðskiptalöndunum. Nú hefur Viðskiptaráð vakið athygli á hve samkeppnislögin (ESB/EES-lög) eru gölluð og hvað athafnir Semkeppniseftirlitsins eru skaðlegar samkeppnishæfni fyrirtækja hér. Og Sjálfstæðisflokkurinn vill í nýjustu samþykkt sinni minnka eftirlits- og leyfisveitingakerfin og auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Þetta eru raunhæfar umbótatillögur sem margir taka undir, OECD bendir hæversklega á þetta líka.
En stjórnmálaflokkar og áhrifamenn hafa komið með þessar yfirlýsingar áður. Ekkert gerist, ástandið bara versnar. Ástæðan er að það sem skiptir máli er ekki tekið með í reikninginn: Yfirstærð eftirlitsbáknsins og versnandi samkeppnishæfni stafar af því að Ísland þarf að taka upp allt EES-regluverkið frá ESB. Það er því vonlaust verk fyrir Viðskiptaráð, Sjálfstæðisflokkinn og líka sjálft Alþingi að gera nokkuð raunhæft í eftirlitsbákninu fyrr en EES-samningnum hefur verið sagt upp og ólög ESB hafa verið afnumin.
Samkeppnislög standa í vegi fyrir þróun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.