Loftlagsáætlun Íslands er fyrirskipuð af ESB.

Fyrir tæpu ári, 11 desember 2018, birti ESB reglugerð 2018/1999 Governance of the Energy Union and Climate Action sem er dæmi um hvernig ESB fyrirskipar að Ísland skuli taka upp stefnu/markmið ESB í loftlagsmálum. Nú hælast íslenskir ráðherrar um eins og það sé þeirra uppfinning og kalla hana "Stefnu Íslands í loftlagsmálum". Ef Ísland nær ekki markmiðinu fyrir 2030, verður Ísland að kaupa losunarheimildir í Viðskiptakerfi(ETS)ESB. 

Í lið 1. segir: "Reglugerð þessi setur fram nauðsynlega lagastoð fyrir áreiðanlegri, hagkvæmri, gegnsærri og fyrirsjáanlegri stjórnun Orkusambandsins og Loftslags Aðgerðum (stjórnarhættir) sem tryggja langtímamarkmið og markmið Orkusambandsins fyrir 2030 í samræmi við Parísarsamkomulagið 2015 um loftslagsbreytingar í kjölfar 21. ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar („Parísarsamkomulagið“) með viðbótar, heildstæðum og metnaðarfullum aðgerðum sambandsins og aðildarríkja þess, en takmarka stjórnunarflækjustig."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta er stjórnsýslulegt flækjustig sem enginn getur leyst úr nema sprenglærðir Evrópuréttarsérfræðingar, þannig er tryggt að engir lýðræðislega kjörnir muni nokkurn tíman voga sér að koma nálægt þessu. Þetta manngerða flækjustig er kjörlendi stofnana- og embættisvalda ESB skriffinnanna! Minnir á Sovéttið USSR !

Gunnlaugur I., 3.9.2019 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband