ESB er að eignast Ísland
19.7.2019 | 13:26
Millar í ESB mega samkvæmt EES kaupa land á Íslandi eftir vild, með kostum og gæðum https://www.althingi.is/altext/stjt/1993.133.html (Jón Björn Hákonarson, Mbl 18.7.2019). Þeir sækjast eftir virkjanaréttindum og fleiri nýtingarmöguleikum (Mbl 19.7.2019). Fyrirtæki í ESB mega eiga virkjanir hér samkvæmt EES. Virkjanaleyfin verða samkvæmt 3. orkupakkanum boðin út í ESB og auglýst í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins svo "jafnræði" sé milli íslenskra aðila og ESB-aðila!
Við verðum fyrir meiri og meiri lífskjaraskerðingu og einangrun undir valdi ESB (Sveinn Guðjónsson, Mbl 18.7.2019). Við fengum öfgafullar orkuverðshækkanir með 1. og 2. orkupakka ESB/EES. En nú þurfum við að búa okkur undir að borga vindmylluverð ESB fyrir orkuna hér heima í orkulandinu sjálfu.
https://www.frjalstland.is/2019/05/12/dypkandi-orkukreppa-i-esb/#more-1397
Athugasemdir
Það er áhugavert að velta fyrir sér hvað vakir eiginlega fyrir fólki sem dreifir í sífellu lygaáróðri og bulli. Er það svo heimskt sjálft að það trúir þvælunni eins og nýju neti, eða er einhver annarlegur tilgangur að baki?
Þorsteinn Siglaugsson, 20.7.2019 kl. 10:32
Þorsteinn Siglaugsson, hvernig væri nú kannski svona einu sinni til tilbreytingar fyrir ykkur harðsvíraða ESB- og orkupakkasinna að koma með einhver haldbær rök, eða svara röksemdum og staðreyndum okkar með öðru en svona skítkasti og setja ESB skítadreifarann stöðugt í gang !
Gunnlaugur I., 22.7.2019 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.