Tilgangur 3 OP- Fullkomin markaðsvæðing og stjórn ESB á auðlindum.

Það er alveg ljóst að með stofnun ACER ætlaði Framkvæmdastjórn ESB að taka stjórn á orkumálum Evrópu af landsyfirvöldum. Enda segir í inngangi Tilskipanna 3OP :

„Í orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar frá 10. janúar 2007 sem ber yfirskriftina „Stefna í orkumálum fyrir Evrópu“ er lögð áhersla á mikilvægi tilkomu innri markaðarins á sviði raforku og að skapa jöfn samkeppnisskilyrði allra raforkufyrirtækja í Bandalaginu. Orðsendingar framkvæmdastjórnarinnar frá 10. janúar 2007 sem bera yfirskriftirnar „Horfur á innri gas-og raforkumarkaðinum“ og „Fyrirspurn skv. 17. gr. reglugerðar (EB) nr. 1/2003 um gas-og raforkugeirana í Evrópu (lokaskýrsla)“ sýndu að núverandi reglur og aðgerðir veita hvorki nauðsynlegan ramma né skapa flutningsgetu samtengileiðslna til að markmiðinu um vel starfhæfan, skilvirkan og opinn innri markað verði náð.“

Innleiðing 3 OP og tilskipanir á orkusviði sem munu fylgja á næstu árum, tryggja fulla stjórn framkvæmdarstjórnar ESB á orkumálum á EES svæðinu og tengingu um allt svæðið. Aðgerðir ESA og ESB gegn ríkjunum nú um gjald á auðlindir eru til að jafna samkeppnisskilyrði á svæðinu og skref í átt að fullri markaðsvæðingu fyrirtækjanna og rafmagnsins, -vörunnar.

Með markaðsvæðingunni hverfa áhrif yfirvalda einstakra landa, en reglukerfið stjórnar flæði orkuauðlindanna. Á ÞETTA ERU ÞINGMENN EKKI LÆSIR, Í FLOKKSHEIMI SÍNUM SJÁ ÞEIR  EKKI FRAMTÍÐINA, ÞÓ BÚIÐ SÉ AÐ SEGJA FYRIR UM HANA AF ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband