ÞANNIG MISSUM VIÐ ORKULINDIR LANDSINS Í HENDUR FJÁRFESTA OG STJÓRN KERFISINS TIL ORKUSTOFNUNNAR ESB
15.7.2019 | 12:47
ÚTBOÐ Á NÝJUM VIRKJUNARMÖGULEIKUM.
Í 8 gr. Tilskipunar 72/2009(3OP)er kveðið skýrt á um að ný framleiðslugeta eða flutningsgeta rafmagns fari fram með opnu gagnsæu útboði, án allrar mismunar. Samkvæmt því verða öll ný virkjunarleyfi og flutningslínur og þá um leið vatns-og landréttindi, að vera boðin út á EES svæðinu.
Þetta þýðir að frumkvæði á nýjum virkjunarkostum verða hjá yfirvöldum, enda segir í 1. lið. 8 gr. Aðildarríkin skulu tryggja að sá möguleiki sé fyrir hendi, vegna afhendingaröryggis, að kveða á um nýja framleiðslugetu..
Slíkar virkjanir yrðu þá í eigu þeirra sem bjóða best í virkjunarleyfi og auðlind. Hugsanlega má rekja mikinn ákafa í virkjunarleyfi í dag til þessa ákvæðis og tal orkufyrirtækja um yfirvofandi orkuskort, til að ýta á stærri fallvatnsvirkjanir.
Þessi þróun mun leiða til þess að eigendur nýrra virkjanna í samkeppni við þær sem fyrir eru, munu krefjast þess að:
-Fyrirtæki sem notið hafa gjaldlausan aðgang að náttúruauðlindum greiði aukagjald vegna fjárhagslegra yfirburða til að jafna samkeppnisstöðu.
-Að markaðsráðandi fyrirtækjum verði skipt upp til að jafna samkeppnisstöðu á markaðnum.
ÞANNIG MISSUM VIÐ ORKULINDIR LANDSINS Í HENDUR FJÁRFESTA OG STJÓRN KERFISINS TIL ORKUSTOFNUNNAR ESB.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.