Íbúðalánasjóði slátrað
28.3.2019 | 12:08
Eins og menn muna olli bankaregluverk EES útrás, ofbólgu og hruni bankanna. Íbúðalánasjóður lifði Hrunið af. En EES-vanskapnaðurinn er búinn að taka hann líka. Dómstóll EES (s.k. efta-dómstóll) fyrirskipaði það. Íbúðalánasjóður gerði ungu fólki lengi fært að eiga sitt íbúðarhúsnæði. Hann var í eigu almennings og því hægt að stilla vöxtum af íbúðalánum í hóf. Nú orðið þarf unga fólkið að leita til banka sem þurfa hærri vexti til að geta borgað hluthöfum arð. Það verður eins og hjá unga fólkinu í ESB, færri geta eignast húsnæði en þurfa að leigja íbúð fyrir oft háa leigu. Og verða aldrei almennilega sjálfstæðir eins og Íslendingar hafa verið.
(Frétt í Morgunblaðinu 28.3.2019)
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.