Er Noregur að snúa baki við EES?
17.3.2019 | 18:29
Fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars klukkan 17:30
Er Noregur að snúa baki við EES?
Miklar umræður í Noregi um ACER, fullveldi og valkosti við EES. ALLIR VELKOMNIR! Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Morten Harper, rannsóknastjóri norsku samtakanna Nei við ESB (Nei til EU), flytur fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi 21. mars kl 17:30 um breytta afstöðu í Noregi til EES-samningsins. Á síðustu misserum hefur umræðan um EES í Noregi tekið nýja stefnu, bæði hjá almenningi, stjórnmálaflokkum, verkalýðsfélögum, samtökum og sérfræðingum í málefnum sem EES snertir. Morten hefur fylgst með framkvæmd EES um árabil og skrifað greinar og skýrslur um ýmiss mál og rannsakað áhrifin af tilskipunum og öðrum valdsboðum EES í Noregi. Í fyrirlestrinum fjallar Morten um þróunina í umræðunni og í framkvæmd EES-samningsins. Og um mikil hagsmunamál, til dæmis 3. orkutilskipanapakka ESB. Hann segir frá hvernig umræðan um fullveldið og EES hefur þróast í Noregi. Hann fjallar um valkosti Noregs og þar með Íslands við EES en breytingin sem verður með Brexit er síst minni fyrir Noreg en Ísland. Nei til EU hefur tvisvar afstýrt inngöngu Noregs í ESB Heimssýn, Frjálst land, Herjan, Ísafold.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Flott að fá hann hingað.
En ég legg til að fyrirlesturinn verði á ensku.
Jón Valur Jensson, 18.3.2019 kl. 02:07
Þannig þróast þekking almennings á skyldurækni og ábirgðartilfinningu menntarðra þjóðræknissinna,hlustum á þá! Um leið og ég minni á frelsarann sem sagði "ég er sannleikurinn og lífið" ...
Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2019 kl. 02:12
Segi sama og Jón Valur. Enskan yrði betri en norðurlanda mál og taka upp fundin og sína á Utube.
Valdimar Samúelsson, 18.3.2019 kl. 09:37
Sælir Jón Valur og Valdimar.
Fyrirlesturinn verður á ensku.
Frjálst land, 18.3.2019 kl. 15:41
þakka fyrir. Kv v
Valdimar Samúelsson, 18.3.2019 kl. 16:08
Jón Valur Jensson, 18.3.2019 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.