3 orkupakkinn er ekki "markaðspakki"

Í maí 2017 ákvað sameiginlega EES nefndinni (með atkvæði ísl. stjórnvalda), breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn og að taka upp nýjar tilskipanir á orkusviði.

Verulegar breytingar eru gerðar á orkuviðaukanum í EES samningnum. Þar er ESA, falið eftirlitshlutverkið fyrir ACER og getur kært íslenska lögaðila fyrir brot á þessum reglum og allur ágreiningur fellur undir EFTA/ESB dómstólinn í stað íslenskra dómstóla.(Þetta er að mati helstu lögspekinga landsins stjórnarskrárbrot) 

vett suverenitet forside norskloeve breddetilpasset

Þessar tilskipanir snúa einungis að tengingu raforkukerfa í Evrópu og þessar reglur eru enginn markaðspakki eins og iðnaðarráðherra heldur fram, heldur er um reglur og stjórn innri orkukerfa Evrópu. Ráðherrann blekkir almenning vísvitandi.

Hér að neðan eru þær tilskipanir á íslensku, sem tilheyra þessum "3ja orkupakka ESB":

"Reglugerðar um "Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði", (ACER), snýr að því að samhæfa orkukerfin í Evrópu,-yfir landamæri-. 

Reglugerð um tengingu raforkukerfa 714/2009, er um kerfisreglur og tengingu raforkukerfa yfir landamæri- 

Tilskipun um sameiginlegar reglur er um rekstur og eignarhald, og uppskiptingu ráðandi aðila.- Þess vegna er ríkisstjórnin að kaupa Landsnet, því ekki er heimilt að framleiðendur eigi í dreifikerfinu samkvæmt þessari tilskipun.

-Líklega mun Alþingi, þegjandi og hljóðalaust, afhenda erlendum embættismönnum stjórnvald yfir íslenskum orkuauðlindum og brjóta þannig stjórnarskránna. Það er ljóst af þróun EES samningsins að almenningur þarf að geta kært Alþingi og stjórnvöld fyrir stjórnarskrárbrot og samkvæmt stjórnarskránni ætti kæran að vera send Forseta Íslands.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband