Við þurfum leyfi ESB til að halda Póstinum gangandi
14.3.2019 | 13:32
Okkar gamli Póstur var eðli sínu samkvæmt einokunarfyrirtæki í eigu almennings þar til einkavæðingarkreddan tók hann, þó eiginlega bara að nafninu til svo einhverjir gætu fengið hærri laun. Ein afleiðingin er vafstur og vandi út af rekstrinum, einkarétti og samkepnisrekstri Íslandspósts ohf. Og nú vantar fé til að halda ÍSP ohf gangandi, þjóðin þarf póstþjónustu. En ríkisaðstoð er bönnuð í EES/ESB nema erindrekar ESB (eftirlitsstofnun EES, ESA) leyfi það, þeim hefur þegar verið gert viðvart (Fréttablaðið 14.3.2019).
"-Hafi ríkisaðstoð - verið tilkynnt ESA geta íslensk stjórnvöld ekki úrskurðað um það hvort aðstoðin sé í samræmi við leyfilegan opinberan fjárhagsstuðning fyrr en ESA hefur tilkynnt um sitt álit á málinu-" (úr samkeppnislögum ESB og Íslands)
Kannske er bara best að selja Íslandspóst til þeirra sem peninga eiga (til dæmis Deutsche Post eða einhverra slíkra).
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.