Orkupakka 3 frestað
3.3.2019 | 17:50
Ríkisstjórnin frestar enn að láta Alþingi samþykkja nýjasta EES-tilskipanahauginn um orkukerfið (orkupakka 3) sem er um yfirtöku ESB á stjórnvaldi yfir orkukerfinu (Mbl 2.3.2019). Mikil andstaða er meðal bestu manna við tilskipununum enda von, það er ekki fýsilegt að láta ESB stjórna orkumálum hér meðan sambandið getur ekki stjórnað sínum eigin orkumálum og eldar mótmæla gegn háu orkuverði loga á götum úti.
Mögulega verður pakkanum komið í gegnum Alþingi í skjóli nætur í sumar þegar þingmenn eru orðnir þreyttir og langar heim. Það tókst í fyrra með eitt þvælulegasta þvolgrið frá ESB, s.k."persónuverndarlög".
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.