Einkavæðing banka, önnur tilraun?

sparisjo_ur1337870722-sp-2.jpgÍslenska bankakerfið var einkavætt í kjölfar EES-samningsins og draumórafrjálshyggju 9. og 10. áratugarins. Regluverk EES blés bankakerfið út og landið fylltist af útlendu lánsfé. Svo hrundi bankakerfið. Nú er verið að leggja drög að annarri tilraun til einkavæðingar, sömu kreddur og í fyrri tilraun gegn rekstri ríkis, bæja og almannafélaga. Það sem er mest ógnvekjandi er að ESB hefur gegnum EES enn umfangsmeira stjórnvald nú yfir fjármálafyrirtækjunum og Fjármálaeftirlitinu en fyrir hrun (Fjármálaeftirlitið var nærri búið að koma Sparisjóði Suður-Þingeyinga í strand með ónothæfum EES-reglum).

Einn af þeim fáu úr fjármálakerfinu sem fóru uppistandandi í gegnum blekkingavef EES og einkavæðingar var Ari Teitsson, stjórnaformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Ari er undrandi á 2 nefndum sem gefa stefnu í andstæðar áttir, önnur vill að félagslegt húsnæði sé í höndum arðleysisfélaga, hin vill einkavæða bankakerfið á ný. Ari spyr hvort bankaþjónusta sé ekki á færi almennra þjóðfélagsþegna og félaga þeirra? Eins og sparisjóðurinn.(Fréttablðaið 26.2.2019)

Við ættum kannske að fara norður til Ara áður en bankakerfið verður braskvætt aftur. Sparisjóður Suður-Þingeyinga stendur enn keikur. Við þurfum að minnsta kosti að bíða með einkavæðingar þar til EES-hefur verið sagt upp svo hægt sé að setja nothæft regluverk um bankastarfsemina og taka hana undir íslenska a stjórn.

Fjármálageirinn undir stjórnvald ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband