Jim Radcliffe: ESB ekki lengur samkeppnishæft

jim_radcliffe931048.jpgJim Radcliffe hinn enski, sem á eitt stærsta efnaiðnaðar-fyrirtæki heims og er umhverfisunnandi eins og Vopnfirðingar vita, sendi forseta framkvæmdastjórnar ESB bréf í fyrradag:

 

"-Alls enginn í mínum starfsgeira fjárfestir lengur í alvöru í ESB. Og hafa ekki gert það í mannsaldur. -Þeir fjárfesta í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum eða Kína. Evrópa var heimsleiðandi í efnaiðnaði með 30% hlutddeild fyrir ekki löngu, nú hrunið niður í 15%.-

-ESB er ekki lengur samkeppnishæft. Þar er orkan sú dýrasta í heimi og vinnulöggjöf sem býður atvinnurekendum ekki heim. Verst af öllu eru grænir skattar sem í besta falli er hægt að lýsa sem heimskulegum þar eð þeir hafa öfug áhrif við það sem ætlunin var. Bandaríkin eru á fullri ferð í uppbyggingu - gríðarstór verkefni í byggingu iðnaðar með brot af þeirri mengun sem áður var-"

Bréf Radcliffs til Junckers

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Fyrirtækin eru að sækjast eftir vatnsréttindum um alla jörðina.

Nú þegar haf þau náð mestu í Suður Afríku.

Fátækasta fólkið verður að drekka skítugt vatn, vatnið er selt svo dýrt.

Það er ekki verra að ná jörðunum líka.

Íslendingar geta farið í þjóðgarðinn, þegar ég þarf að nota mínar jarðir.

Jónas Gunnlaugsson, 14.2.2019 kl. 12:51

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Fyrirtækin eru að sækjast eftir vatnsréttindum um alla jörðina.

Nú þegar hafa þau náð mestu í Suður Afríku.

Fátækasta fólkið verður að drekka skítugt vatn, vatnið er selt svo dýrt.

Það er ekki verra að ná jörðunum líka.

Íslendingar geta farið í þjóðgarðinn, þegar ég þarf að nota mínar jarðir.

Fyrir laxa notum við laxa beitu, fyrir menn notum við lax í beitu.

Það veiðist vel á laxinn.

Fólkið vill ekki glata gæðunum, löndum og auðlindunum.

Fólkið vill ekki láta plata sig.

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 14.02.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 14.2.2019 kl. 13:11

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Rat-cliffe er nafnið réttritað.

Það væri rétt að kinna sér feril landakaupa mógúlsins í Skotlandi áður en hann er kallaður "umhverfisunnandi" án fyrirvara.

Jafnvel þó hann hafi lýst sér svo sjálfur í  umfjöllun "Fals" á klakanum.

Magnús Sigurðsson, 15.2.2019 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband