ESB-umbar fá fleiri veiðileyfi á Íslendinga

judge-delivering-sentence-grave-sentencing-inmate-115410261_1339445.jpgNú eiga erindrekar EES að fá vald til að leggja upplýsingaskyldu á fyrirtæki og stofnanir landsins að viðlögðum háum sektum. Og ef þau borga ekki fá erindrekarnir að gera aðför að fyrirtækjunum. Þetta vald eiga auðvitað bara íslenskar stofnanir að hafa. ESB vill geta njósnað um fyrirtæki og stofnanir til þess að geta komið í veg fyrir að þau fái ríkisaðstoð (svo braskarar í ESB geti lagt þau undir sig fyrir lítið!)

Stjórnvöld okkar hafa verið að makka við ESB um meiri völd til sambandsins gegnu EES. Fyrirtækjaeftirlit með ríkisaðstoð, samkvæmt regluverki ESB, er það nýjasta.  Áframhaldandi fullveldisafsal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta mun að öllum líkindum drepa niður alla nýsköpun í landinu. Frumkvöðlar, sem hafa góðar hugmyndir en litla aura, munu lítt getað athafnað sig. Verða að hlíta afarkostum stórfyrirtækja, vilji þeir þróa sína hugmynd, stórfyrirtækja sem annað tveggja, hirða allan arð af hugmyndinni eða grafa hana í næsta sorphaug.

Gunnar Heiðarsson, 12.2.2019 kl. 17:22

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Niður með útsendara og taglhnýtinga Evrópusambandsins! --- burt með þá úr ríkisstjórn og af Alþingi Íslendinga! Persónuverndarlögunum var flokkur minn alla tíð andvígur og vill láta afnema þau.

Jón Valur Jensson, 13.2.2019 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband