Lausn ESB á mengun er reglugerðarstafli.

Í dag greiðir íslenskur stóriðnaður og íslensk flugfélög háar upphæðir í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, Skuldbindingar þ.e. greiða einhverjum aðilum í Evrópu fyrir að fá að vera til. Í Aðgerðaáætlun (stjórnvalda) í loftslagsmálum 2018 – 2030 segir m.a:

"Hver eru markmið Íslands samkvæmt Parísarsamningnum og öðrum skuldbindingum sem Ísland hefur tekið á sig, s.s. Evrópureglum? Ísland hefur lýst yfir því markmiði sínu innan ramma Parísarsamningsins að vera með í sameiginlegu markmiði 30 Evrópuríkja – ásamt Noregi og 28 ríkjum Evrópusambandsins – um að ná 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Nákvæm útfærsla þessa markmiðs fyrir Ísland og Noreg liggur ekki fyrir, en hún mun felast í innleiðingu Evrópureglna, þar sem annars vegar er gerð krafa til fyrirtækja (einkum í stóriðju og flugi hvað Ísland varðar) og hins vegar beint til stjórnvalda (hvað varðar losun í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, meðferð úrgangs o.fl.) Tölulegt markmið varðandi síðari þáttinn yrði líklega um 30-40% samdráttur í losun til 2030 m.v. 2005 (sjá meðfylgjandi mynd, lóðrétti ásinn sýnir þúsund CO2-eininga)."

Þetta þýðir að eftir 11 ár þegar íslenskum stjórnvöldum hefur mistekist að minnka útblástur bíla og kúa á næstu 10 árum þarf íslenska ríkið að kaupa losunarheimildir af einhverju bröskurum í Mengunarkauphöll Evrópu,-í stað þess að koma sér upp eigin kerfi hér á landi og láta ekki milljarða (og milljarða tugi eftir 10 ár) streyma úr úr landinu. 

climbing_in_bureaucracy_alfredo_martirena_1337346.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband