Stjórnvöld okkar eru á leiðinni að sökkva okkur í skuldbindingar

under-pressure-difficulties-attractive-businesswoman-carrying-big-heavy-stone-67591934.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú hafa okkar  hagsmunagæslumenn, ríkisstjórnin, verið að makka við ESB um að steypa landinu í enn meiri óþarfar skuldbindingar. Það er hluti af útþenslu EES-samningsins. Setja á mest alla starfsemi undir kvótakerfi ESB (ESR) um losun "gróðurhúsalofttegunda". Flugið og iðjuverin eru þegar komin í kvótabraskkerfi ESB, ETS. Nú á að bæta framleiðslu, skipum, útgerð og landbúnaði inn og setja sérstakt ESB-fargan á landbúnað (LULUCF). Kvótakerfi hafa sýnt sig að vera gagnslaus við að draga úr losuninninni. Þau eru aðeins notuð í fáum löndum.

Fjárausturinn í kvótakerfi ESB stefnir í að verða glórulaus sóun fjármuna, spár sýna nálægt 300 milljarða á næstu tíu árum, við höfum enga stjórn á braskinu svo skuldbindingarnar gætu orðið margfaldar og sett starfsemi í landinu í þrot. Öll "loforðin" sem okkar hagsmunagæslumenn hafa verið að gefa í útlöndum í umboði þjóðarinnar um "gróðurhúsaloftegundir" stefna í að valda tröllvöxnum og ófyrirsjáanlegum kostnaði. Peningarnir sem sóa á í kvótabraskið eða "loforð" eiga auðvitað að fara í að rækta upp landið en ekki í braskara í ESB.

Ríkisstjórnin er að samþykkja þungar skuldbindingar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband