Til að stöðva sýklaburðinn þarf uppsögn EES

image_5062e-mrsa.jpg

 

 

 

 

 

 

Yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sagði á ráðstefnu HÍ að sporna verði við innflutningi á erlendum matvælum.  Sýklalyfjanotkun í erlendum landbúnaði auki hættu á útbreiðslu gerla sem eru ónæmir fyrir sýklalyfjum. Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógnin við lýðheilsu heimsins í dag (RÚV segir frá 5.1.2019)

Það hefur lengi legið fyrir að eiturefni og sýklar í sláturdýrahlutum frá ESB eru hættulegir lýðheilsu og húsdýraheilbrigði. Með EES-samningnum fékk ESB og erindrekar þess, ESA og EES-dómstóllinn (kallaður EFTA-dómstóllinn) vald yfir innflutningi hrámetis.

Stjórnmálamenn okkar hafa lengi lofað að verja landið fyrir sýklaburðinum en ekki efnt það. Ástæðan er EES-samningurinn sem Alþingi ræður ekki við og yfirkeyrir löggjafann. Eina leiðin til að stöðva sýklainnflutninginn er að segja EES-samningnum upp og setja sýklavarnareglur að kröfum nútímans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Fyrir nokkrum árum var talað um  ÍSLENSKT KJÖTFJALL - hætta strax að framleiða kjöt.

 NÚ ERU allar verslanir  með hauga af erlendu kjöti sem nær uppí rjáfur- engum dettur í hug að huga að umframinnflutingi  ????

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.1.2019 kl. 19:35

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verður auðvitað bara að loka landinu. Banna ferðamenn og koma upp öflugu loftvarnakerfi til að plaffa niður farfugla sem hingað villast. Öll völd í hendur vitleysinganna!

Þorsteinn Siglaugsson, 8.1.2019 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband