Er EES alþjóðlegt?
28.12.2018 | 13:45
Björn Bjarnason er formaður starfshóps Guðlaugs Þórs um EES-samninginn sem á að skila af sér næsta haust. En álit Björns kom i dag í Morgunblaðinu:
EES-aðild í stjórnarskrá
Björn segir m.a.: "---fræðimenn getur greint á um hvort EES-gerð sé þess eðlis að hún rúmist innan stjórnarskrárinnar. Þeir eru hins vegar allir sammála um að laga beri stjórnarskrána að alþjóðasamstarfi--- Ótti stjórnmálamanna ræðst af andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þar tengjast illu andarnir sem áður er getið. Þá má kveða niður með því að festa aðildina að EES eina í stjórnarskrána---"
Fullyrðingin "fræðimenn allir sammála" er rökleysa og staðlausir stafir. EES er ekki "alþjóða" heldur "milliríkja" og svæðisbundinn. Grundvöllur EES er ekki "samstarf" heldur "stjórnvaldsafsal" til ESB.
Að festa samning um afsal stjórnvalds til hrörnandi og einangraðs yfirþjóðlegs valdabákns í stjórnarskrána er svo fjarstæðukennt að það þarf ekki að ræða. Það sem þarf að ræða, fyrir utan stjórnarskrárbrot vegna EES, er hinn mikli og vaxandi skaði sem EES-samningurinn veldur.
Samtökin Frjálst land hafa gert úttekt á mörgum þáttum EES, sjá meðal annars:
Goðsagnirnar um EES-samninginn
Afleiðingar tilskipanavaldsins
Valdastofnanir ESB og EES samningurinn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Facebook
Athugasemdir
Las ekki Mbl í dag,en af úrdrætti greinar Björns má ráða að það sem stöðvi stjórnmálamenn í að segja upp EES samningnum sé andstaða "langflestra" gegn aðild að ESB. Þarf að upplýsa hann frekar en samtökin Frjálst land gera í þessum pistli,hve hann er óheiðarlegur Sjálfstæðis forkólfur í svikabandalagi við ráðherra þessa fyrrum merkilega flokks.
Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2018 kl. 01:01
Það hafa margar skrýtnar hugmyndir komið fram um Stjórnarskrárbreytingar, en sú hugmynd að festa EES-aðild í Stjórnarskrá er sú fráleitasta, sem sézt hefur á prenti. Ef þessi tillaga yrði samþykkt sem Stjórnarskrárbreyting, myndi það þýða, að sama hvers konar Evrópugerð eða ESB-tilskipun hin Sameiginlega EES-nefnd EFTA og ESB myndi samþykkja, yrði að leiða það allt í lög á Íslandi. Þetta er svo fáránleg hugmynd um fullveldisafsal, að engu tali tekur. Höfundurinn hefur algerlega misst fótanna í þjónkun sinni við EES/ESB.
Bjarni Jónsson, 29.12.2018 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.