Villt þú borga undir rafbílana?
5.12.2018 | 16:01
ESB sendi okkur EES-tilskipun um að auka notkun "endurnýjanlegra orkugjafa" (eins og kunnugt er eru Íslendingar heimsmethafar í því og engar líkur á að ESB nái okkur nokkurn tíma). Alþingi hljóp svo á eftir ESB eins og venjulega og ályktaði um "orkuskipti í samgöngum"
Ekki var reiknað út hvað þetta mundi kosta skattgreiðendur og bílaeigendur en komið hefur í ljós að skattaafslættirnir og niðurgreiðslurnar með rafbílunum eru svo stórar fúlgur að rokhækka þarf álögur á okkur sem keyrum venjulega bíla (Valdimar Jóhannesson, Mbl 5.12.2018). Það er ekki svo að rafbíll sé eitthvað umhverfisvænni en bensín eða díselbílarnir okkar. Þvert á móti. Umhverfisáhrif þeirra eru mikil og ekki sér fyrir endan á þeim ef rafbílum verður áfram prangað inná almenning með skattaafsláttum og styrkjum.
Lítill rafbíll sem vegur eitt og hálft tonn hefur svipaða orku og skellinaðra og kemst ekki langt ef er þungfært og kaldur mótvindur og miðstöðin á. Rafbílar eru hættulegir, þungir og geta rafblossað upp. Og svo þarf að bíða í biðröð eftir að geta hlaðið þá á leiðinni (við niðurgreiðum það líka)og fá kvef á meðan.
Rafbílavæðing er byggð á vanþekkingu og fölsunum og er þung í skauti umhverfisins á jörðinni og venjulegs fólks sem er farið að berjast á götum úti (París) gegn eldsneytissköttunum.
Athugasemdir
Það erum við sem keyrum á olíu og bensíni sem rekum þessa rafbíla hér á Íslandi en ekki nóg með það heldur eru þeir líka niðurgreiddir en ekki okkar bílar. Þannig að rekstrarkostnaður rafbíls er fals, lögvarið af stjórn völdum. Svo höfum við aldrei fengið að vita hvað það mengar mikið að framleiða rafbíl til samanburðar við bensínbíl. Förgun er svo annar grautur og óhöpp geta verið afdrifarík í rafbíl.
Hrólfur Þ Hraundal, 6.12.2018 kl. 20:45
Svo er það spurningin hvað gerist þegar stjórn völd banna okkur að brenna olíu og bensíni og vegskattar og tollar hætta að streyma þar inn.
Hrólfur Þ Hraundal, 6.12.2018 kl. 20:53
Satt að segja þá vildi ég heldur styrkja íslenska rafmagsbílaeigendur heldur en MBS Sádaprins og hirð hans.
Hörður Þormar, 6.12.2018 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.