Á að banna Facebook?
28.11.2018 | 14:27
Ein verstu og dýrustu ESB-lög sem Alþingi hefur sett hér eru s.k. "persónuverndarlög"(nr.90/2018). ESB setti þau til að hamla starfsemi bandarískra tæknifyrirtækja á markaði ESB. Og við urðum að kokgleypa vegna EES. ESB-bákninu er sérlega illa við þá vinsælu, Facebook, og erindrekar ESB hér auglýsa nú persónuverndarlögin og segjast hræddir um að Facebook geti haft áhrif:
"-íslenska þjóðin er sérstaklega viðkvæm gagnvart mögulegri atlögu að lýðræðislegum kosningum með misnotkun perónuupplýsinga á samfélagsmiðlum---staðreyndin er sú að við erum með heila þjóð sem notar sama samfélagsmiðilinn-" (Fréttablaðið 28.11.2018). Þetta er árás, byggð á getgátum, stjórnvalds á Íslandi á fyrirtæki í þjónustu almennings.
Áhrif Facebook geta ekki orðið verri en áhrif meginfjölmiðlanna sjónvarps, útvarps, dagblaða. Það eru einmitt meginfjölmiðlar sem hafa gert sig bera að falsfréttaflutningi til almennings. Samfélagsmiðlarnir eru frjálsir (ennþá) og geta afhjúpað falsfréttirnar sem er ekki vinsælt hjá beturvitum ESB og erindrekum þeirra hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.11.2018 kl. 19:47 | Facebook
Athugasemdir
Facebook - að mínu mati er sóun á tíma.
Merry, 28.11.2018 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.