Niðurgreitt kjöt frá ESB til Íslands

Styrkjakerfi landbúnaðar í ESB, Common Agricultural Policy (CAP):

Árlega ver ESB um 55 milljörðum Evra (7.200 milljarða ISK) til styrktar landbúnaði í sambandinu, eða um 42% af útgjöldum sambandsins.

Styrkir af heildarútgjöldum ESB

 


Magn CAP 2008

     

 

 

 

 

Þessir styrkir fara í framleiðslu á: (Tafla til vinstri)                 

Landbúnaðarsérfræðingurinn Jaques Berthelot hefur tekið saman styrki og niðurgreiðslur landbúnaðarstyrkjakerfisins til útflutnings nauta-,svína, kjúklinga og mjólkurafurða. Útreikningar hans taka til markaðsstuðnings, beingreiðslna, útflutningsendurgreiðslna og niðurgreidds fóðurs.

CAP tafla

Á árunum 2006-2008, nam útflutningsverðmæti ESB á þessum afurðum 12.8 milljörðum evra á ári en styrkir til þeirra 4.3 milljarða evra á ári (sjá töflu) Niðurgreiðsla nam því 33.9 % af söluverðmæti þeirra. Beinir útflutningsstyrkir voru litlir á pappírum, þ.e. 14% af heildar styrkjum til þessarar framleiðslu.

Tölur Berthelots sýna mikla offramleiðslu dýraafurða í ESB, rúm 10% fuglakjöts, 15 % mjólkurafurða og 18 % svínaafurða ESB enda á heimsmarkaði sem niðurgreidd vara. ESB bannar hinsvegar viðskiptaþjóðum alla samkeppni og setur ákveðin lámarksverð fyrir þau inn á markaði í ESB, langt umfram sín útflutningsverð til sömu landa.

Innflytjendur og ESB sinnar á Íslandi upplýsa neytendur ekki um þessar niðurgreiðslur þegar þeir lofa ódýra verðið, né upplýsa þeir um innihald sýklalyfja í kjöti frá ESB.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Svo eru menn að kvarta yfir landbúnaðarstyrkjum hér á landi!!!! 

Við eigum að gera vel við innlendan landbúnað og við bændur sem eiga heiður skilinn, hver og einn, fyrir að standa í því að viðhalda fæðuöryggi hér á landi. Bændur eiga skilið meira og betra en þeim er úthlutað nú. 

Ég þakka Guði fyrir bændastéttina.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.11.2018 kl. 11:53

2 Smámynd: Jón Þór Helgason

Takk fyrir góða grein.

Getur þú bent mér á greinina sem vísað er í?
kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 27.11.2018 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband