Hvernig á að nýta orkuauðlindir Íslands?

Þetta er yfirskrift greinar sem Arionbanki sendi frá sér í júní 2015. Þessi grein minnir á fjárfestingafárið sem gekk yfir landið 2005-2008.Í greininni er dregið upp að virkjunarkostir í nýtingarflokki gefi kost á um 50 % aukningu á orkuframleiðslu og velt upp í hvað sé hægt að nýta hana (sæstrengur stór þáttur)hvaða verð fáist fyrir hana og hvernig megi skipta arðinum. Allt er þetta í þeim anda að við þurfum að framkvæma þetta sem fyrst. Þessar vangaveltur Arionbanka og fleirri slíkra aðilahafa ýtt undir Landsvirkjun og stjórnvöld til framkvæmda. Enn og aftur erum við leiksoppar græðginnar.

-Svo má troða niður vindmyllugörðum um allar sveitir til viðbóta.

Hvernig á að nýta.Hvernig á að nýta..2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Ekkert er um einkavæðingu orkufyrirtækja í 3. orkupakkanum frekar en þar er ekki orð um skyldu Íslendinga til að leggja eða taka á móti sæstreng.

Umræðurnar um 3. orkupakkann taka sífellt á sig nýjan svip. Nú stendur það framarlega að með honum sé lagður grunnur að einkavæðingu Landsvirkjunar.

Ekkert er um einkavæðingu orkufyrirtækja í 3. orkupakkanum frekar en þar er ekki orð um skyldu Íslendinga til að leggja eða taka á móti sæstreng.

Björn Bjarnason

Helgi Rúnar Jónsson, 20.11.2018 kl. 14:01

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég held Björn Bjarnason að við þurfum að æfa okkur og kunna að segja NEI þegar við viljum ekki einhvað. Vigdís Finnbogadóttur skrifaði undir EES pakkann sem kom þessu öllu af stað. Hún sagði að það hefði verið staðið yfir henni lá við með haglabyssu en það skringilegast var það sem hún gaf líka sem ástæðu eða afsökun. ...Ameríkanarnir hefðu annars komið  . Hvort hefði verið betra Ameríkanarnir eða ESB sem er partur af global pakkanum.

Það er líka spurning hversvegna vilja margir menn þennan þriðja orkupakka þegar þeir segja hann engu máli skipta fyrir íslendinga. ???  

Valdimar Samúelsson, 20.11.2018 kl. 17:30

3 Smámynd: Frjálst land

15.7.2003 IS L 176/43 Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2003/54/EB frá 26. júní 2003 um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku og um niðurfellingu á tilskipun 96/92/EB

 

ALMENNAR REGLUR UM SKIPULAGNINGU ATVINNUGREINARINNAR

3. gr.

Skyldur um opinbera þjónustu og neytendavernd

7. Aðildarríkin skulu hrinda viðeigandi ráðstöfunum í framkvæmd til að ná settum markmiðum um félagslega og efnahagslega samheldni, umhverfisvernd, sem getur falið í sér ráðstafanir að því er varðar stjórnun, með tilliti til orkunýtni/eftirspurnar, og úrræði til berjast gegn loftlagsbreytingum og afhendingaröryggi. Slíkar ráðstafanir geta einkum falið í sér efnahagshvata, þar sem notuð eru, eftir því sem við á, öll innlend tæki og tæki í Bandalaginu, til viðhalds og smíði á nauðsynlegu netgrunnvirki, þ.m.t. flutningsgeta samtengilína.

Frjálst land, 20.11.2018 kl. 17:38

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir liggur yfirlýsing forstjóra Orkuveitunnar fyrir nokkrum árum: "Ekki er spurning um hvort, heldur hvenær sæstrengurinn kemur." 

Um svipað leyti var útgefin orkustefna til tíu ára um að tvöfalda orkuframleiðslu landsins. 

Ómar Ragnarsson, 21.11.2018 kl. 09:53

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessi orkupakki virðist skipta einhvern miklu máli en aðeins það ætti að hringja viðvörunarbjöllum.  Okkur þykir vænt um landið og viljum ekki virkja hverja lækjarsprænu í (heims)viðskiptaskyni. Vindmyllur er fáránlegt fyrirbæri hér, allt of hvasst.  Auk þessu eru þær ljótar og svo kviknar í þeim!
Mér þótti ömurlegt að aka um fyrrum fallegar uppsveitir í Þýskalandi og sjá þar heilu akrana tekna undir sólarrafhlöður og/eða vindmyllur.

Kolbrún Hilmars, 21.11.2018 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband