Hver verður staða Íslands við Brexit?
3.9.2018 | 10:18
Rétt rúmir sex mánuðir eru þar til Bretar ganga formlega úr ESB. Frá þeim tíma til ársloka 2020 er búið að semja um fyrirkomulag til bráðarbirgða, þar sem EES samningurinn gildir við Bretland. Frá mars 2019 til ársloka 2020 mun Bretland undirbúa viðskiptasamninga við önnur lönd sem taka gildi að þessum tíma loknum.
Stefna íslenskra stjórnvalda (skýrsla utanríkisráðherra) hvað viðskiptasamning varðar fellst í að:
-EFTA ríkin fjögur (Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss) eða EFTA-ríkin þrjú innan EES (EFTA-ríkin utan Sviss) semji í sameiningu við Bretland.
-Að samningur Íslands við Bretland taki mið af samningum ESB og Bretlands um fyrirkomulag milliríkjaviðskipta.
Í ljósi þess að hagsmunir EFTA ríkjanna eru að mörgu leyti ólíkir gagnvart Bretlandi, getur komið til þess að EFTA löndin verði ekki samstíga í þeirri vegferð (eins og nú hefur gerst í sameiginlegu EES nefndinni gagnvart ESB).
Ef sú verður þróunin er víst að sólarlag er komið í EES samningurinn og Ísland semji beint við Bretland og sækist eftir samskonar samningi og Bretland mun hafa við ESB í framtíðinni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.