ESB-herinn stofnaður
4.7.2018 | 15:11
ESB-herinn var stofnaður í síðustu viku með hefðbundnar stríðsþjóðir í broddi fylkingar. Níu lönd eru aðilar og á herinn að sinna "sérstökum verkefnum". Þetta gerist á sama tíma og ESB hefur uppi hótanir og stríðsæsingar gegn Rússum. Fyrir okkur Íslendinga, sem höfum horft á styrjaldir þessarra þjóða úr öruggri fjarlægð, vekur þessi þróun upp minningar um uggvænlega atburði fyrri tíma.
Það sem gerir málið hættulegra fyrir Ísland nú er að ESB hefur tekið sér vald til að taka ákvarðanir um utanríkisstefnu Íslands. Til þess að lenda ekki í hringiðu árekstra gömlu stríðsþjóðanna við sína nágranna verður Ísland að ákveða sjálft sína utanríkisstefnu á grundvelli hagsmuna landsmanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.