Leggja til minni sæstreng.
15.6.2018 | 10:45
Viðskiptablað Morgunblaðsins skýrir frá því í gær og enn í dag er grein þar um að breskt fyrirtæki hafi kynnt hugmyndir sínar fyrir íslenskum stjórnvöldum um minni sæstreng en talað hefur verið um, þ.e. 600-700 MW í stað 1.000 MW.
Slík hugmynd og skýrsla sem tekur tíma að vinna, er ekki unnin án aðkomu og upplýsinga frá iðnaðarráðuneyti og Landsvirkjun. Ástæðan er einföld. Í fyrri áætlun um 1000 MW, var gert ráð fyrir nýjum virkjunum með vatnsföllum, jarðgufu og vindmyllum að einum þriðja hvert, Það þótti að margra mati of í lagt og hlaut mikla gagnrýni.
Nú bregður svo við að þessi áætlun er mun einfaldari og ódýrari en fyrri áætlun sem er ekki nema ársgömul, ekki þurfi nýjar virkjanir nema fyrir 250 MW, frá jarðvarma og "smávirkjunum". En hvaðan 450MW afl í áætlunni kemur, -"með því að auka við og nýta betur núverandi virkjanir,"- er ekki útskýrt.
Tilgangurinn er efalaust að draga úr gagnrýni á hugmyndina um sæstreng vegna virkjunarkrafna og óljósrar arðsemi.
Hugmyndin um sæstreng og Þriðju orkutilskipun ESB er nátengd eins og margoft hefur verið sýnt fram á. Í því ljósi fáum væntanlega fréttir um hve arðsöm þessi fjárfesting er, -þegar umræðan um þriðju orkutilskipun ESB kemur fram á Alþingi í haust. Í fréttinni í dag er einnig greint frá því að í síðasta mánuði hafi Umhverfisráðuneytið gefið út reglugerð um leyfi til lagningu sæstrengja til og frá Íslandi. Kerfið vinnur saman, hægt og bítandi að því að undirbúa komu sæstrengs og innleiðingu þriðju orkutilskipun ESB þrátt fyrir yfirlýsingar stærstu stjórnmálaflokkanna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Fyrst Persónuverndarlögin, svo ACER. Embættismennirnir eru kannski ekki mjög þjóðlegri en þeir eru fagmenn fram í fingurgóma.
Ragnhildur Kolka, 15.6.2018 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.