Ísland fær línuna
28.5.2018 | 12:13
Evrópusambandið heimtar að persónuverndarlög ESB verði sett í lög hér án tafar "... called for its swift incorporation into the EEA-agreement".
Utanríkisráðherra Íslands þarf að mæta reglulega hjá ESB til að fá línuna um EES-samninginn, samkundan heitir EES-ráðið. Á síðasta fundi, 23.maí, sem Emil Karanikolov hagráðherra Búlgaríu stjórnaði, voru sömu áminningar og venjulega tuggðar: EES-löndin þurfa að flýta sér að hlýða EES-tilskipunum; vefa hagkerfin saman (undir stjórn ESB) o.s.frv. ESB bíður eftir að Ísland hlýði ákvæði EES um frjálst flæði fjármagns (svo fjármálafyrirtæki í ESB geti verið hér án afskipta landsmanna). Eins og menn muna var ein af ástæðum Hrunsins að Íslendingar misstu peningamálastjórnina úr höndum sér, vegna fjórfrelsisákvæðis EES, og vill ESB nú endurtekningu á því.
En okkar ráðherra fékk líka hrós fyrir að opna markað hér fyrir landbúnaðarvörur ESB.
Varasamar niðurgreiddar landbúnaðaravörur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.