EVRÓPUDAGUR
9.5.2018 | 12:17
Áróður ESB sinna gengur gjarnan út á að eigna sér Evrópu með því að kalla sig Evrópusinna, rétt eins og ESB eignaði sér fána Evrópuráðsins, samtaka 47 ríkja í Evrópu sem stofnað var 1949, sem er alls óskylt hinu 27 ríkja ESB. https://is.wikipedia.org/wiki/Evrópuráðið
Andstaða við inngöngu í miðstýrt ESB er af þjóðernislegum toga, ríkja ( Noregs, Sviss og Íslands) sem vilja ráða sínum málefnum sjálf, vilja ekki falla undir risavaxið embættismannabákn ESB. Besta gagnrýnin á þróun sambandsins og kerfið er úrsögn Breta úr sambandinu. Gagnrýni á EES samninginn er af sama toga. Taumlaus undirgefni við vald ESB í upptöku tilskipanna sem hefur leitt til andlegar leti stjórnmálamanna, þegar grannt er skoðað eru kostir samningsins ekki innleiðing tilskipanna ESB í lög á Íslandi um ólíklegustu málefni, ekki tæknilegar hindranir í viðskiptum sem felast í mörgum þeirra, heldur eru það viðskiptakjör Íslands við sambandið sem skapa hluta af lífskjörum Íslendinga. Frelsi í viðskiptum milli landa er undirstaða framþróunar og viðskipti við sem flest lönd er undirstaða velferðar okkar Íslendinga, það vitum við af reynslunni.
Andstæðingar ESB og gagnrýnendur EES samningsins eru jafnmiklir Evrópuvinir og ESB sinnar, þeir vilja hinsvegar ekki láta ESB stjórna málum á Íslandi. Evrópa, meginland með öllum sínum ólíka menningararfi og þaðan sem Íslendingar eiga sinn uppruna, er ekki ESB, þó elskulegir kratar allra flokka reyni að steypa því í eitt. ESB sinnar hafa löngum haldið fram einfeldningslegum staðhæfingum um kosti þess að ganga í sambandið, allt í þeim tilgangi að blekkja fólk. Falskar staðhæfingar um að aðild að ESB og upptaka Evru muni stórbæta lífskjör Íslendinga, eru innihaldslaus loforð sem allir sem eitthvað hafa kynnt sér þessi mál vita.
Nýjasta innleggið í þá umræðu er grein formanns Samfylkingarinnar í Morgunblaðinu í dag. Eymdarkjör án Evrópusamstarfs . Allir þessir innihaldslausu frasar eru merki um vanþekkingu þeirra sem setja þá fram, því þeir telja að almenningur sé svo skyni skroppinn að hann trúi þeim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.