Skattfé sólundað í Brussel
7.5.2018 | 20:35
Ísland hefur engin áhrif á tilskipanir eða valdsboð frá Brussel, við bara hlýðum.
En nú heldur utanríkisráðuneytið að við hefðum meiri áhrif ef við eyddum 200 milljónum í viðbót í "hagsmunagæslu" í Brussel(Mbl. 7.5.2018). ESB kvartar stöðugt yfir hvað við erum lengi að hlýða tilskipununum. Ástæðan fyrir því er auðvitað að okkar litla stjórnkerfi þarf að hlýða jafn miklu fargani og margfalt stærri þjóð eins og Norðmenn. Við ráðum með öðrum orðum ekki við tilskipanaflóðið en það koma um 1/2 þúsund tilskipanir árlega. Utanríkisráðuneytinu finnst það greinilega ekki mikið. En þegar orkumál, landbúnaður og sjávarútvegur verða líka komin undir ESB margfaldast tilskipanaflóðið en utanríkisráðuneytið vinnur nú að því að ná orkumálum og landbúnaði undir ESB.
Hagsmunagæsla sem einhverju máli mundi skipta núna væri að stöðva tilskipanaflóðið; markviss undirbúningur að uppsögn EES-samningsins áður en fleiri atvinnuvegir lenda undir ESB.
Athugasemdir
HÆGT OG BÍTANDI MISSUM VIÐ SJÁLFSTÆÐI OKKAR- ÞAÐ ER SELT UNDIR BORÐIÐ.
ERUM VIÐ Í LIFSHÆTTU EF VIÐ TÖKUM EKKI VIÐ SKIPUNUM ? HVAÐ ER MÁLIÐ ? ÞVI ERUM VIÐ ORÐIN VINNUHJÚ EVROPU OG GEFUM ÞEIM ALLAn okkar þjóðarauð ?
Vegna þess að her stjórna menn sem selja landið og hirða peninginn.
Erla Magna Alexandersdóttir, 7.5.2018 kl. 22:03
Erla! Nú þurfum við að vera öflugri en miðlar,nýta hvert tækifæri til að skýra fyrir ungum sem öldnum hvert ESB stefnir með okkur. Segjum þeim sannleikann, minnum á falsfréttir Esb um ólögvarðar skuldir okkar með markmiðinu að beygja okkur undir kúgunarsambandið. Við þekkjum viðkvæði hins almenna frænda/frænku sem trúa að þeirra kosna stjórnvald hafi alltaf rétt fyrir sér. Sú var tíðin að treysta mátti á þá gömlu það átti ekki við þá að rjúfa sín heit...En allt í einu erum við í sviðsljósinu með gnægð auðlinda og sviðsljósið kitlar um leið gleymist að þjóðin á þær og skal nýta þær sér til framdráttar. Góða nótt!
Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2018 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.