Atvinnurekstri sökkt dýpra í skriffinnsku

businesswoman-tired-work-24293254Alþingi á að stimpla EES-tilskipun 2016/679 um "persónuvernd" í vor. Hún er óþörf en það er svo dýrt að fara eftir henni að ríki og bæir vita ekki hvernig þeir eiga að ná í milljarðana sem það kostar á ári. "...er afar umfangsmikil og mun hafa gríðarlega mikil áhrif á opinbera aðila sem og einkaaðila..." og "...frumvarpið...samrýmist illa kröfum réttarríkisins um lagasmíð og í raun er verið að gera flókið og margslungið réttarsvið enn flóknara og óskýrara en ella..." segir í umsögnum.

Atvinnureksturinn í landinu er þegar kominn djúpt í fen skriffinnskunnar og litlu og nýju fyrirtækin verða verst fyrir barðinu á henni. Og nú bætist flókið fargan um "persónuvernd" a la ESB á atvinnureksturinn. Það þýðir erfiðari rekstur, minni uppbygging, minni nýsköpun, hömlur á rannsóknir, fleiri gjaldþrot, færri atvinnutækifæri, aukning í atvinnuleysi og vanlíðan eins og í ESB.

Ný persónuverndarlög ESB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband