HÆTTA! Umhverfismat
12.4.2018 | 11:19
Ætlar þú að fara út í framkvæmdir? Varaðu þig, þú gætir lent í umhverfismati!
Það getur verið hættulegt, menn hafa tapað verkefnum, aleigu og jafnvægi á því. Lögboðið mat er flókið og dýrt svo menn verða að hafa mikla peninga, mikinn tíma út áratuginn og mikla þolinmæði fyrir óþörfu stagli, mæta á mikla fundi og fá miklar kvartanir og tafir ef ætlunin er að lifa af umhverfismatið.
Enn ein tilskipunin um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda er komin til Alþingis. Hún gerir matið og tilheyrandi leyfisumsóknir og bardaga við stofnanaskarann enn erfiðari og dýrari en áður. Fyrirsjáanlegt er að alls kyns afturhaldsseggir úti í bæ geti stöðvað framkvæmdir í langan tíma. Það þýðir ekkert að kvarta, það er ekki hlutstað á kvartanir út af EES-tilskipunum, þær bara gilda.
Meginflokkur: Umhverfismál | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.