Sjálfstæðisflokkurinn heldur frumkvæðinu

í stjórnmálaumræðunni um EES-samninginn sem formaðurinn hóf á Alþingi 6. febrúar. Flokkurinn hélt opinn fund um málið í dag þar sem Óli Björn Kárason reifaði álitamál um samninginn og um nýju orkutilskipun ESB ásamt með sérfræðingum í orkumálum og lögum. Nú hafa allnokkrir þingmenn tjáð sig um EES og orkutilskipunina og beiðni 13 þingmanna um úttekt á EES-samningnum verið samþykkt. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa hafnað orkutilskipuninni í stjórnmálayfirlýsingum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Nú er að sjá, hvort flokkarnir og formenn þeirra, fari eftir því sem yfirlýsingar landsfunda þeirra hafa komið sér saman um. 

 Geri þeir það ekki, er vá fyrir dyrum. Ístöðulausir flokksformenn, eins og til að mynda Þistilfjarðarkúvendingurinn í ESB umsóknarferlinu, verða skjótt kjöldregnir. Almenningur er búinn að fá nóg af aulum, sem segja eitt í dag, en gera annað á morgun. Sérstaklega ef þeir eru á Alþingi.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.4.2018 kl. 02:09

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

 Tek hjartanlega undir orð Halldórs Guðna hér á undan.

Jón Valur Jensson, 11.4.2018 kl. 05:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Halldórs Egils Guðnasonar!

Jón Valur Jensson, 11.4.2018 kl. 05:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband