Við fáum dýrt og lélegt bensín
8.4.2018 | 15:30
Það er ekki lengur hægt að fá hér gott 95 oktana bensín, það er allt útþynnt með orkuminni og varasamari vökvum. Maður skyldi halda að þá yrði það ódýrara og "umhverfisvænna". En það er nú eitthvað annað: Það verður dýrara og dregur ekki úr heildarlosun koltvísýrings en spillir umhverfi með einhæfri stórræktun "orkujurta".
Svo þarf skattborgarinn að borga með íblöndunarefnunum því þau eru svo dýr að bensínið yrði annars of dýrt. En þá skapast rými fyrir meiri skattlagningu sem smurt er á bensínið undir alls kyns yfirskini. En því miður virðist lítið af þessu fé skattgreiðenda og bíleigenda koma í holurnar í malbikinu. Semsé hringavitleysa og bruðl með fé landsmanna.
Bílarnir fara ekki eins langt á bensíninu og það getur valdið gangtruflunm og skemmt og tært bílana. Við erum samt neydd til að kaupa það af því að það stóð í einni EES-tilskipuninni og Alþingi lætur okkur alltaf hlýða þeim.
Athugasemdir
Evrópusambandstilskipanaþrælarnir við Austurvöll gerast ekki aðeins dýrari og dýrari, með hverjum deginum sem líður, heldur af einhverjum óútskýranlegum ástæðum andhverfari atvinnurekendum sínum. Fólkinu í landinu. Opinmynntir, með sauðssvip kyngja þeir hvaða dauðans dellu, sem vellur úr Bulluseli. Svei þeim!
Þakka góðan pistil.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 8.4.2018 kl. 21:56
Hvernig væri að gróðursetja 10000, tíu þúsund ASPIR. Hvað mundu þær „borða,“ draga í sig margra bíla mengun?
Það allra skemmtilegasta er, að það fer meiri orka til að búa til eldsneytið úr jurtunum, en orkan sem fæst úr jurtaeldsneytinu þegar því er brennt í bílunum.
Þá verður heildar mengunin meiri.
Við, Gísli, Eiríkur og Helgi erum merkilegir.
slóð
Það er enginn orkuskortur, ef við notum heilann, hugsunina, andann.
9.5.2014 | 11:30
Egilsstaðir, 09.04.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 9.4.2018 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.